17 október 2005

Skrítnir draumar

Ég var að lesa um skrítna drauma á bloggsíðunni hennar Ásdísar og ákvað að segja frá frekar undarlegum draum sem mig dreymdi. Mig dreymdi að ég fyndi leynikjallara í kollegíinu sem ég bý á og þar niðri voru leynihöfuðstöðvar Microsoft. Þar rakst ég á sjálfan Bill Gates sem reyndist vera almennilegasti náungi og deildi með mér ýmsum framtíðaráformum fyrirtækisins og bauð mér nammi af risastóra nammibarnum sem þeir áttu. Ég vaknaði öskrandi og með tárin í augunum. Annars hef ég verið að nota Word til að skrifa skýrslu fyrir skólann og villuleiðréttingarnar í Word heimta það að ég heiti Bjorn Conundrum Ransom.
Fyrir þau ykkar sem ekki vita (s.s. lásu ekki síðustu færslu) er ég þessa dagana á sólríkum fjörum Íslands. Yngri bróðir minn á afmæli á miðvikudaginn kemur og var því afmælisveisla í gær, honum til heiðurs. Hann fékk iPod nano af "stærstu" gerð. Þetta er ótrúlega lítil og flott græja.
Eins og allir vita ætlar Kolla að blogga á hverjum degi næstu tvær vikurnar. Við hjá Bjorn Conundrum Ransom Inc. munum toppa þetta með því að blogga tvisvar á dag næstu þrjár vikur. Þetta er bloggstríð.