Undirbúið flugtak
Jæja, þá er martraðarvikan búin og mér tókst næstum því að klára allt sem ég ætlaði mér, en ég neyðist til að senda síðustu skýrsluna frá Íslandi. Já, frá Íslandi, því þangað fer ég í fyrramálið. (Hér mega söngelskir raula lagið með Baggalúti, "Ég er kominn heim ..."). Dagurinn í dag og síðastliðnir dagar hafa verið ansi strembnir, en fyrir vikið mun ég vonandi eiga nokkuð náðuga daga í fríinu. Á Íslandi er, að mér skilst, heiðskírt, sól og 20 gráður í skugga. Pálmatrén blaka í andvaranum og léttklæddar stúlkur í strápilsum taka á móti manni á flugvellinum með blómakrönsum og ferskum ananas.
Á milli þess sem ég ligg í sólbaði í fjörunni og borða ferska ananasinn mun ég sennilega troða inn einhverjum bloggfærslum, bara til að ryðga ekki, þó svo það sé kannski ekki eins spennandi að heyra blogg frá mér þegar ég er bara heima að gera ekkert. Fyrir utan fjöruna og ananasinn og allt hitt bullið auðvitað.
Jæja, best að fara að pakka.
Á milli þess sem ég ligg í sólbaði í fjörunni og borða ferska ananasinn mun ég sennilega troða inn einhverjum bloggfærslum, bara til að ryðga ekki, þó svo það sé kannski ekki eins spennandi að heyra blogg frá mér þegar ég er bara heima að gera ekkert. Fyrir utan fjöruna og ananasinn og allt hitt bullið auðvitað.
Jæja, best að fara að pakka.
<< Til baka