F.C. København
Það er víst allt of langt síðan ég bloggaði síðast. Það er engin góð ástæða núna, bara vinnuálag og kvaðir því tengdar. Að ógleymdri leti. En fyrst ég er aftur sestur að bloggi þá langar mig að segja ykkur aðeins frá ferð minni á fótboltaleik.
Það var sigur í loftinu, þennan örlagaríka dag, þegar ég hélt fullur eldsmóði af stað til að verða vitni að atburði sem ég vissi að myndi gjörbreyta lífi mínu. Umturna veröldinni eins og ég þekki hana. Ég var að fara á leik milli F.C.København og Hamburg VC. Það var fyrst er ég sté um borð í farandfák þann er heitir 150s að ég sá alvöru Dani, vígbúna í fullum herskrúða á leið á orrustuvöllinn þar sem allar eldri sakir þeirra við hina hatrömmu þjóðverja yrðu loks gerðar upp. Þeir höfðu hvor um sig F.C.København trefilinn einann að vopni og ekki nema tæpan kassa af bjór sín á milli. Þeir sungu baráttusönginn alla leiðina til Nørre port, sem er endastöð vagnsins. Ég hafði mælt mér mót við fjóra frækna fýra frá fróni á áðurnefndri lestarstöð. Ég kom snemma og þurfti því að bíða eftir hinum. Meðan ég beið sá ég heilu lestarfarmana berast, hvern af öðrum, af dönum líkum þeim úr 150s. Allir gengu þeir framhjá mér syngjandi svo ómaði um borgina.
Þegar hinir fjóru fræknu áttu að vera komnir barst símtal frá þeim er kallast Ingibjörn og kenndur er við stingibjörn. Hann sagði sig og sína förunauta hafa tafist á hinni ströngu ferð frá á Kags og þyrfti ég því að bíða lengur. Ég, sem var orðinn þreyttur á biðinni og auk þess að pissa í mig ákvað að nú yrði ég að fara á almenningsklósettið á lestarstöðinni. Ég hafði dregið það eftir fremsta megni þar sem röðin hafði verið alveg hrikalega löng fram að þessu. Á þessu augnabliki var ekki löng röð svo ég skellti mér. Mér til mikillar skelfingar þurfti að borga 2 DKK til þess eins að fá að komast inn á klósettið. Eftir fjöldan sem hafði þurft að nota klósettið sá ég að með nokkrum vel skipulögðum fótboltaleikjum og innheimtuklósettum, sem þessu, mætti sennilega rétta fjárlagahalla íslenska ríkisins.
Þar sem ég alveg í spreng og kominn á það stig að þurfa að þríkrossa lappirnar OG hoppa um til að verjast slysi borgaði ég peninginn og fór inn. Ekki tók þar betra við. Ef ég hefði notað myndavélina mína hefði hún molnað í höndum mér en til að auka á dramatíkin sýni ég þessa mynd af öðru óhreinu klósetti.
Síðar, eftir að ég hafði jafnað mig á klósettáfallinu mikla, kom Ari og stuttu síðar Ingibjörn, Þorsteinn og Arngrímur. Þá héldum við af stað í átt að Parken. Parken er stærsti fótboltavöllur þeirra dana og tekur 40.000 áhorfendur í sæti. Áður en við komum þangað tókum við einn strætisvagninn til. Vagnstjórinn brást illa við Ara, þar sem hann hélt á opinni áfengisflösku, og lýsti því yfir á fallegri háþýsku að þó svo það væri siður í Þýskalandi að taka bjórinn með í strætó mætti það ekki hér í Danmörku. Ari samþykkti það og setti bjórinn út á götu. Á leiðinni mátti heira raddir nokkurra Þjóðverja syngja, sem lömb til slátrunnar, Hamburger uns, Hamburger uns. Við hinir sigurvissu hlógum svo hátt að þeim að vagninn nötraði. Þegar við komum að Parken var þar hin heimsins lengsta röð. Íslendingar eru nefninlega ekki einir um að vera bestir í heimi. Danir eiga t.d. heimsins lengstu röð, enda er mikil hefð hérna fyrir röðum og það mikil þjóðaríþrótt að standa í röð. Skemmtilegt að geta þess að danir kall röð kø en á Íslandi gerum við alltaf einum betur og stöndum í kös. En áfram með frásögnina. Röðin var, eins og áður sagði löng og á ég þá ekki við agúrku-löng, strætó-löng eða battle-field-earth-löng heldur á-þriðjaþúsund-manns-í-biðröð-löng. Það tók þessa röð um 45 mínútur að silast inn á völlinn. Þar tókst okkur að næla í fínustu sæti, en sætin voru ónúmeruð og mátti það því teljast nokkuð gott. Í upphafi leiks léku klappstýrur F.C.København listir sínar og var það eitt raðarinnar virði. því næst tók við knattspyrnu keppnin. Danir stóðu betur að stigum og þurftu því í raun aðeins jafntefli til að komast á fram, en þjóðverjar þurftu sigur til að komast áfram. Þetta var leikurinn og allt var lagt undir. Skemmst er frá að segja að eftir 45 mínútur var staðan 0 - 0. Bæði lið léku nokkuð vel en dómarinn var engu að síður mjög gjafmildur á spjöld í öllum regnbogans litum. Hinar indælu klappstýrur komu samt aftur og hvöttu sína menn í hálfleik. Eftir hlé tók við hörð keppni. Skemmst er frá að segja að eftir 45 mínútur var staðan 0 - 0. En þá gerðist eitthvað. Dómaraskarfurinn var eitthvað að geifla sig hinu meginn á vellinum og allt í einu máttu þjóðverjar taka vítaskot. Þýskarinn sparkaði og boltinn rúllaði inn. Hamborgara únsan vann með vítaskoti að loknum leiktíma og allir danirnir fengu að ganga heim súrir á svip. Niðurbrotnir, niðurlægðir og að sama skapi niðurlútir. Hörðustu bullurnar brenndu treflana sína sem þeir höfðu flaggað, sem um Dannebro væri að ræða, aðeins rúmum hálfum öðrum tíma fyrr. Við íslendingarnir vorum ekki ánægðir, en við þessu var ekkert að gera. Kvöldið gat ekki versnað svo allir fóru hver til síns heima. Reyndar komst ég að því að einhver (eflaust þjóðverji) hafði ælt í 150s og þurfti ég því að sitja í fnyknum af súper-sæsd McDónalds, sem ekki hafði staðist væntingar gagnrýns neytanda, í rúman hálftíma.
Þrátt fyrir að draumurinn hafði breyst í martröð undir lokinn var ég í heildina litið ánægður með daginn og gat sofnað lykkelig og sáttur. Ég hef núna fyrirgefið öllum þjóðverjum og lít á þá sem bræður mína. Það er ekki þeim að kenna að vera svona heppnir í fótbolta. Þó svo það geti verið pirrandi fyrir andstæðinga þeirra.
Það var sigur í loftinu, þennan örlagaríka dag, þegar ég hélt fullur eldsmóði af stað til að verða vitni að atburði sem ég vissi að myndi gjörbreyta lífi mínu. Umturna veröldinni eins og ég þekki hana. Ég var að fara á leik milli F.C.København og Hamburg VC. Það var fyrst er ég sté um borð í farandfák þann er heitir 150s að ég sá alvöru Dani, vígbúna í fullum herskrúða á leið á orrustuvöllinn þar sem allar eldri sakir þeirra við hina hatrömmu þjóðverja yrðu loks gerðar upp. Þeir höfðu hvor um sig F.C.København trefilinn einann að vopni og ekki nema tæpan kassa af bjór sín á milli. Þeir sungu baráttusönginn alla leiðina til Nørre port, sem er endastöð vagnsins. Ég hafði mælt mér mót við fjóra frækna fýra frá fróni á áðurnefndri lestarstöð. Ég kom snemma og þurfti því að bíða eftir hinum. Meðan ég beið sá ég heilu lestarfarmana berast, hvern af öðrum, af dönum líkum þeim úr 150s. Allir gengu þeir framhjá mér syngjandi svo ómaði um borgina.
Þegar hinir fjóru fræknu áttu að vera komnir barst símtal frá þeim er kallast Ingibjörn og kenndur er við stingibjörn. Hann sagði sig og sína förunauta hafa tafist á hinni ströngu ferð frá á Kags og þyrfti ég því að bíða lengur. Ég, sem var orðinn þreyttur á biðinni og auk þess að pissa í mig ákvað að nú yrði ég að fara á almenningsklósettið á lestarstöðinni. Ég hafði dregið það eftir fremsta megni þar sem röðin hafði verið alveg hrikalega löng fram að þessu. Á þessu augnabliki var ekki löng röð svo ég skellti mér. Mér til mikillar skelfingar þurfti að borga 2 DKK til þess eins að fá að komast inn á klósettið. Eftir fjöldan sem hafði þurft að nota klósettið sá ég að með nokkrum vel skipulögðum fótboltaleikjum og innheimtuklósettum, sem þessu, mætti sennilega rétta fjárlagahalla íslenska ríkisins.
Þar sem ég alveg í spreng og kominn á það stig að þurfa að þríkrossa lappirnar OG hoppa um til að verjast slysi borgaði ég peninginn og fór inn. Ekki tók þar betra við. Ef ég hefði notað myndavélina mína hefði hún molnað í höndum mér en til að auka á dramatíkin sýni ég þessa mynd af öðru óhreinu klósetti.
Síðar, eftir að ég hafði jafnað mig á klósettáfallinu mikla, kom Ari og stuttu síðar Ingibjörn, Þorsteinn og Arngrímur. Þá héldum við af stað í átt að Parken. Parken er stærsti fótboltavöllur þeirra dana og tekur 40.000 áhorfendur í sæti. Áður en við komum þangað tókum við einn strætisvagninn til. Vagnstjórinn brást illa við Ara, þar sem hann hélt á opinni áfengisflösku, og lýsti því yfir á fallegri háþýsku að þó svo það væri siður í Þýskalandi að taka bjórinn með í strætó mætti það ekki hér í Danmörku. Ari samþykkti það og setti bjórinn út á götu. Á leiðinni mátti heira raddir nokkurra Þjóðverja syngja, sem lömb til slátrunnar, Hamburger uns, Hamburger uns. Við hinir sigurvissu hlógum svo hátt að þeim að vagninn nötraði. Þegar við komum að Parken var þar hin heimsins lengsta röð. Íslendingar eru nefninlega ekki einir um að vera bestir í heimi. Danir eiga t.d. heimsins lengstu röð, enda er mikil hefð hérna fyrir röðum og það mikil þjóðaríþrótt að standa í röð. Skemmtilegt að geta þess að danir kall röð kø en á Íslandi gerum við alltaf einum betur og stöndum í kös. En áfram með frásögnina. Röðin var, eins og áður sagði löng og á ég þá ekki við agúrku-löng, strætó-löng eða battle-field-earth-löng heldur á-þriðjaþúsund-manns-í-biðröð-löng. Það tók þessa röð um 45 mínútur að silast inn á völlinn. Þar tókst okkur að næla í fínustu sæti, en sætin voru ónúmeruð og mátti það því teljast nokkuð gott. Í upphafi leiks léku klappstýrur F.C.København listir sínar og var það eitt raðarinnar virði. því næst tók við knattspyrnu keppnin. Danir stóðu betur að stigum og þurftu því í raun aðeins jafntefli til að komast á fram, en þjóðverjar þurftu sigur til að komast áfram. Þetta var leikurinn og allt var lagt undir. Skemmst er frá að segja að eftir 45 mínútur var staðan 0 - 0. Bæði lið léku nokkuð vel en dómarinn var engu að síður mjög gjafmildur á spjöld í öllum regnbogans litum. Hinar indælu klappstýrur komu samt aftur og hvöttu sína menn í hálfleik. Eftir hlé tók við hörð keppni. Skemmst er frá að segja að eftir 45 mínútur var staðan 0 - 0. En þá gerðist eitthvað. Dómaraskarfurinn var eitthvað að geifla sig hinu meginn á vellinum og allt í einu máttu þjóðverjar taka vítaskot. Þýskarinn sparkaði og boltinn rúllaði inn. Hamborgara únsan vann með vítaskoti að loknum leiktíma og allir danirnir fengu að ganga heim súrir á svip. Niðurbrotnir, niðurlægðir og að sama skapi niðurlútir. Hörðustu bullurnar brenndu treflana sína sem þeir höfðu flaggað, sem um Dannebro væri að ræða, aðeins rúmum hálfum öðrum tíma fyrr. Við íslendingarnir vorum ekki ánægðir, en við þessu var ekkert að gera. Kvöldið gat ekki versnað svo allir fóru hver til síns heima. Reyndar komst ég að því að einhver (eflaust þjóðverji) hafði ælt í 150s og þurfti ég því að sitja í fnyknum af súper-sæsd McDónalds, sem ekki hafði staðist væntingar gagnrýns neytanda, í rúman hálftíma.
Þrátt fyrir að draumurinn hafði breyst í martröð undir lokinn var ég í heildina litið ánægður með daginn og gat sofnað lykkelig og sáttur. Ég hef núna fyrirgefið öllum þjóðverjum og lít á þá sem bræður mína. Það er ekki þeim að kenna að vera svona heppnir í fótbolta. Þó svo það geti verið pirrandi fyrir andstæðinga þeirra.
<< Til baka