21 september 2005

Við sendum

Hérna í DK er eitt sendibílafyrirtækið sem kannast vel við að fólk eigi í erfiðleikum með að tengja nýjann tækjabúnað og auglýsa því: "Við keyrum ekki í burtu fyrr en allt er komið í gang." Þá var mér hugsað til segulspætunnar hans Tuma og sömuleiðis hálfleiðararæktunartækið sem H.Í. fékk frá Svíþjóð og hefur verið í tvö ár að setja saman. Það hefði verið ógeðslega fyndið að láta vesalings sendilinn púsla þessu saman. "Þú ferð ekkert í burtu væni fyrr en þetta er allt komið í gang" myndi Tumi segja um leið og hann læsir kallinn inni hjá tækjunum.