Dýrar bækur
Ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur sem búið í öðrum löndum, eða annarsstaðar í Danmörku, en hér er ótrúlega dýrt að kaupa bækur. Þ.e.a.s. það er a.m.k. ótrúlega dýrt að kaupa þær í bóksölunni hérna í DTU. Ég hef núna keypt þrjár bækur frá útlöndum, með hjálp netsins, og ég er yfirleitt að spara a.m.k. 50% frá verði bóksölunnar hérna. Ég hef mikið verið að skoða bækur sem mig langar til að kaupa, en það er ekki séns að ég kaupi þær hérna. Eitt dæmið um bók, sem ég hefði áhuga á að kaupa, kostar hérna rúmlega 1.100 DKK en kostar 12 pund Á Amzon í bretlandi. Að vísu kostar síðan 4 pund í viðbót að láta senda hana, en fyrir vikið er ég búinn að fá bókina fyrir 16 pund (1900 íslenskar krónur) heim að dyrum í stað þess að þurfa að sækja bókina fyrir 11.000 íslenskar krónur.
Þetta er að vísu eitt af ýktustu tilfellunum og þar að auki getur biðtíminn frá útlöndum oft teigt sig upp í mánuð. Það eru líka alveg dæmi um að hægt sé að kaupa hluti hér á þolanlegu verði. T.d. keypti ég ansi veglega orðabók í bóksölunni hérna á 360 DKK og hún fylgdi með á tölvutæku formi í kaupbæti. En engu að síður eru flestar, ef ekki allar, kennslubækur fáránlega hátt verðsettar hérna og ég mun ekki kaupa þær hér fyrr en þetta lagast.
Þetta er að vísu eitt af ýktustu tilfellunum og þar að auki getur biðtíminn frá útlöndum oft teigt sig upp í mánuð. Það eru líka alveg dæmi um að hægt sé að kaupa hluti hér á þolanlegu verði. T.d. keypti ég ansi veglega orðabók í bóksölunni hérna á 360 DKK og hún fylgdi með á tölvutæku formi í kaupbæti. En engu að síður eru flestar, ef ekki allar, kennslubækur fáránlega hátt verðsettar hérna og ég mun ekki kaupa þær hér fyrr en þetta lagast.
<< Til baka