05 október 2005

Brad

Í dag tókst mér loksins að næla mér í miða á Brad Mehldau Trio. En þeir spila hér í Kaupmannahöfn 9. nóvember, sem er einmitt afmælisdagur pabba míns. Brad er mikill píanósnillingur og ég hlakka til að hlýða á hans útsetningar af ýmsum standördum. Hann á víst líka nokkur frumsamin lög og hefur gert töluvert af því að búa til flottar jazz útsetningar af lögum eftir Radiohead. Þeir sem vilja skella sér með mér geta reynt að krækja í miða á Jazzhouse.dk. Þeir sem segjast vera of langt í burtu landafræðilega geta hugsanlega séð hann líka því hann spilar í Grenoble 21. október, Stokkhólmi 10. nóvember og UC Berkeley 22. janúar. Annars má lesa um þetta allt saman á heimasíðu Brads bradmehldau.com.