Hrakfalladagur
Ég er ekki að blogga, ég er bara að aumkva mér. Í gær átti ég nefnilega hrakfalladag. Mér tókst að brenna mig á vísifingri, skera í löngutöng hrófla þumalinn og snúa á mér báða ökkla, þó ekki alvarlega. Þetta gerðist þó ekki allt í einu.
Þetta byrjaði allt um hádegisbilið. Amma mín hafði verið hérna í Danmörku fyrir um viku síðan og gefið mér fiskifars, sem hún hafði hrært heima á landi ísa, sem ég átti með einföldum hætti að geta steikt á pönnu og búið þannig til fiskibollur. Ég hafði ekki mikinn tíma í hádeginu og var alveg viss um að núna væri komin lausn á hádegimatnum. Ég skellti því kartöflum í pott, tók farsið úr kælinum og bjó til bollur með skeið og raðaði þeim snyrtilega á pönnuna. Skemmst er frá að segja að skrambans farsið vildi ekki tolla í bolluformi. Þetta endaði því alltsaman sem einhverskonar risa-fiskifars-pönnukaka. "Þetta bragðast þó ekkert verr svona" hugsaði ég. Annað kom á daginn. Það var reyndar ekki matreiðsluaðferðin, heldur geymsluaðferðin sem klikkaði algjörlega því bollurnar voru orðnar súrar. Ég hafði ekki tíma til að finna neitt annað til og fékk því eingöngu kartöflur í hádegismat. Eftir baráttuna við fiskifarsið var eldavélin öll klístruð og sóðaleg og mér tókst að brenna á mér fingurinn við að þrífa hellurnar.
Eftir eftirhádegisfyrirlesturinn hjólaði ég hratt af stað út í Netto til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Þegar ég hjóla mjög hratt hjóla ég standandi. Hjólið mitt hefur átt það til í gegnum tíðina að miss keðjuna, þ.e. hún dettur af teinunm og það gerðist einmitt þarna. Þegar keðjan dettur af teinunum er engin mótstaða á pedulunum og ég sem er að spyrna niður af öllum mætti + líkamsþyngd (sem er bæðevei að komast aftur á réttan kjöl) dett með fæturnar af pedulunum á götuna. Þar sem ég hef snúið mig svo oft á hægri fæti er hann farinn að lenda ósjálfrátt skakkt og því snéri ég mig á hægri fæti. Hins vegar hafði ég töluverðan hraða í x stefnu og tilheyrandi skriðþunga (aftur líkamsþyngdin) og á augnablikinu sem ég er að stopp tókst mér líka að misstíga mig á vinstri fæti. Ég hróflaði þumalinn einhversstaðar í ferlinu þetta gerðist frekar hratt. Ég staulaðist þó út í búð því það er ekki gaman að vera meiddur og svangur.
Síðar, eftir að hafa borðað og vaskað upp, var ég í þann mund að þurrka eldhúshnífinn sem ég notaði til að skera grænmetið og tókst að skera mig í puttann. Þetta var pínulítill skurður, en eins og ég sagði er ég að aumkva mér og þá telur allt með.
Þá hef ég gert grein fyrir því hvað ég er óheppinn og þið getið því öll byrjað að vorkenna mér núna.
P.S. þetta með fá blogg gildir engu að síður.
Þetta byrjaði allt um hádegisbilið. Amma mín hafði verið hérna í Danmörku fyrir um viku síðan og gefið mér fiskifars, sem hún hafði hrært heima á landi ísa, sem ég átti með einföldum hætti að geta steikt á pönnu og búið þannig til fiskibollur. Ég hafði ekki mikinn tíma í hádeginu og var alveg viss um að núna væri komin lausn á hádegimatnum. Ég skellti því kartöflum í pott, tók farsið úr kælinum og bjó til bollur með skeið og raðaði þeim snyrtilega á pönnuna. Skemmst er frá að segja að skrambans farsið vildi ekki tolla í bolluformi. Þetta endaði því alltsaman sem einhverskonar risa-fiskifars-pönnukaka. "Þetta bragðast þó ekkert verr svona" hugsaði ég. Annað kom á daginn. Það var reyndar ekki matreiðsluaðferðin, heldur geymsluaðferðin sem klikkaði algjörlega því bollurnar voru orðnar súrar. Ég hafði ekki tíma til að finna neitt annað til og fékk því eingöngu kartöflur í hádegismat. Eftir baráttuna við fiskifarsið var eldavélin öll klístruð og sóðaleg og mér tókst að brenna á mér fingurinn við að þrífa hellurnar.
Eftir eftirhádegisfyrirlesturinn hjólaði ég hratt af stað út í Netto til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Þegar ég hjóla mjög hratt hjóla ég standandi. Hjólið mitt hefur átt það til í gegnum tíðina að miss keðjuna, þ.e. hún dettur af teinunm og það gerðist einmitt þarna. Þegar keðjan dettur af teinunum er engin mótstaða á pedulunum og ég sem er að spyrna niður af öllum mætti + líkamsþyngd (sem er bæðevei að komast aftur á réttan kjöl) dett með fæturnar af pedulunum á götuna. Þar sem ég hef snúið mig svo oft á hægri fæti er hann farinn að lenda ósjálfrátt skakkt og því snéri ég mig á hægri fæti. Hins vegar hafði ég töluverðan hraða í x stefnu og tilheyrandi skriðþunga (aftur líkamsþyngdin) og á augnablikinu sem ég er að stopp tókst mér líka að misstíga mig á vinstri fæti. Ég hróflaði þumalinn einhversstaðar í ferlinu þetta gerðist frekar hratt. Ég staulaðist þó út í búð því það er ekki gaman að vera meiddur og svangur.
Síðar, eftir að hafa borðað og vaskað upp, var ég í þann mund að þurrka eldhúshnífinn sem ég notaði til að skera grænmetið og tókst að skera mig í puttann. Þetta var pínulítill skurður, en eins og ég sagði er ég að aumkva mér og þá telur allt með.
Þá hef ég gert grein fyrir því hvað ég er óheppinn og þið getið því öll byrjað að vorkenna mér núna.
P.S. þetta með fá blogg gildir engu að síður.
<< Til baka