17 október 2005

Bíóbrjálæði

Ég, bíósjúklingurinn sjálfur, hafði ekki farið í bíó síðan ég fór af klakanum fyrir mörgum mannsöldrum síðan. Mikil bíó-spenna hlaðist upp. Þess vegna hef ég nú mætt fíkninni með bíóferðum á bíóferðir ofan. Ég hef þegar séð Flightplan og Wallace and Gromit, Curse of the Were-Rabbit og áður en ég sný aftur til Danmerkur mun ég reyna að sjá Cinderella Man og helst hverja einustu sorpleif sem Hollywood hefur gubbað út úr sér og er í kvikmyndahúsum Reykjavíkur. Ef fólk getur gefið meðmæli eða viðvaranir við sérstökum kvikmyndum þá tek ég við þeim hérna á síðunni, annars mun ég neyðast til að fara á sem flestar myndir.
Þrátt fyrir sorpleifa-kommentið þá var ég nokkuð hrifinn af þessum myndum sem ég hef séð. Ég mæli sérstaklega með Wallace og Gromit, ég brosti út í annað og rúmlega það.