18 október 2005

Þið hin trúlausu

Það voru nokkrar raddir sem drógu í efa frásögn mína af góðviðri hérna á Íslandi. Ég rölti því niður í Nauthólsvík og lét smella af mér einni mynd. Ef vel er athugað má sjá ananasinn góða í sandinum við hliðina á mér.

Þar sem myndavélin lýgur ekki hljóta hinir örfáu einstaklingar sem ekki tóku mig trúanlega að bíta í það súra epli að hér er barasta fínasta veður.