Kvöldstund í óperunni
Ég fór, á fimmtudaginn var, í óperuna. Andri og Kolla voru svo almennileg að bjóða mér með sér og ég skemmti mér konunglega. Óperan sem farið var að sjá heitir Turandot og er eftir Puccini. Þetta var víst hans síðasta verk en þó ekki hans sísta. Leikritið fjallar um ungan prins í útlegð frá ríkis sínu sem verður ástfanginn af kínverska prinsessuskassinu Turandot. Turandot er ekki hrifin af giftingartilhugsuninni og lætur því hálshöggva alla vonbiðla sína ef þeir geta ekki svarað þremur gátum er hún leggur fyrir þá. Turandot er fögur og notar obsession frá Calvin Klein (eða eitthvað sambærilega fínt ilmvatn) því ungi prinsinn verður friðlaus af ást eftir að líta hana augum eitt augnablik og finna angan af ilmvatni hennar.
Ég ætla nú ekki að breytast í myndbönd mánaðarins og kjafta öllum söguþræðinum, en ætla í stað þess að segja, enn og aftur, að þetta er fín ópera og inniheldur meðal annars hið fræga lag Nessun Dorma, sem er víst orðið einkennislag Pavarottis.
Þessi ópera var bönnuð í Kína um áratuga skeið þar sem Kínverjum þótti hún draga upp ljóta mynd af Kína. Hún var hinsvegar aftur tekin í náð á tíunda áratug síðustu aldar og var sett upp heljarennar sýning. Þar komu fram margir af bestu óperusöngvurum heims og Kristján Jóhannsson þar á meðal. Hann fór með hlutverk aðalpersónunnar, unga prinsins.
En og aftur vil ég þakka Kollu og Andra fyrir að bjóða mér með og ég vona að þau eigi sem ánægjulegasta helgi hér í kóngsins København.
Ég ætla nú ekki að breytast í myndbönd mánaðarins og kjafta öllum söguþræðinum, en ætla í stað þess að segja, enn og aftur, að þetta er fín ópera og inniheldur meðal annars hið fræga lag Nessun Dorma, sem er víst orðið einkennislag Pavarottis.
Þessi ópera var bönnuð í Kína um áratuga skeið þar sem Kínverjum þótti hún draga upp ljóta mynd af Kína. Hún var hinsvegar aftur tekin í náð á tíunda áratug síðustu aldar og var sett upp heljarennar sýning. Þar komu fram margir af bestu óperusöngvurum heims og Kristján Jóhannsson þar á meðal. Hann fór með hlutverk aðalpersónunnar, unga prinsins.
En og aftur vil ég þakka Kollu og Andra fyrir að bjóða mér með og ég vona að þau eigi sem ánægjulegasta helgi hér í kóngsins København.
<< Til baka