Aftur í Mörkinni
Þá er ég kominn aftur í Mörkina. Þar með hefjast nú aftur sögur af hjólaferðum út í búð og samskiptaörðugleikum við innfædda. Reyndar hef ég ekki enn lent í neinum hrikalegum samskiptaörðugleikum, en hef engu að síður ákveðið að vinna aðeins í orðaforðanum. Ég fann nefninlega danska lestrarbók, Mosaik, sem vekur upp ýmsar minningar úr menntó. Ég man sérstaklega eftir því hvað mér þótti ógeðslega leiðinlegt að glósa síðu eftir síðu af, því sem virtist, endalausum lestrarköflum um málefni sem voru nógu leiðinleg til að kæsa hákarl. En núna, þegar ég les þetta aftur, milljón árum síðar er þetta ekki svo slæmt. Enginn leskaflinn er lengri en fjórar síður og flestir þeirra eru nokkuð skemmtilegir og vekja lesandann til umhugsunar. Ég veit ekki hvað ég var alltaf að nöldra og kvarta í denn.
<< Til baka