23 október 2005

Fugle Influenza

Þegar fréttir bárust af fuglaflensu í Tyrklandi og Búlgaríu hugsaði ég með mér að enn væri, líkast til, dágóður tími áður en pestin bærist hingað. "Það þarf örugglega ekkert að hugsa um þetta fyrr en farfuglarnir fara að flykkjast hingað með vorinu." Svo rak ég augun í það í dag að þetta er þegar komið til Svíþjóðar og að í Bretlandi fannst m.a.s. H5N1 afbrigði. Fyrir þau sem ekki vita er það veiran sem getur borist í menn með hvimleiðum afleiðingum.
Tilhugsunin var öðruvísi þegar þetta greindist í Suðaustur-Asíu en núna þegar óværan bankar á dyrnar í Norður Evrópu er mér ekki um sel. Gott að vita að ég er í órafjarlægð frá Stokkhólmi. Vonum bara að fuglarnir haldi sér frá Danmörku. Það er best þannig. Annars sýnist mér á öllu að það styttist í að látið verði reyna á bóluefnahafið sem Vestur-Evrópu þjóðirnar hafa birgt sig upp með. Þó svo ýmislegt bendi til þess að það muni ekki hafa áhrif á öll þau ótal afbrigði af veirunni sem komið hafa fram. Enn minni líkur að það virki á öll þau afbrigði sem hún getur stökkbreyst í.
Ég skil ekki alveg afhverju það kemur allt í einu fram veira sem stökkbreytist hratt svo enginn getur rönd við reist, en flestar aðrar plágur taka sér að því er virðist fjöldamörg ár til að breytast. Fjölmiðlarnir segja okkur að hafa ekki áhyggjur, það er best þannig. Ég á nafnadag 18. júní :)