Jazzhouse
Þau ykkar sem fylgst hafa með tóku eftir því að ég keypti miða á Brad Mehldau Trio fyrir löngu síðan. Í gær var örlagadagurinn mikli. Ég ferðaðist til Jazzhouse, en það er staðurinn sem tónleikarnir fóru fram á. Hann er staðsettur við Niels Hemmingsens Gade sem er hliðargata af Strøget, eða Strikinu eins og Íslendingar kalla það. Þetta er ekki stór staður en hann er ágætur sem djasstónleikastaður. Áhorfendur sátu nánast uppi á sviðinu og ég var ekki meira en tveimur til þremur metrum frá snillingunum. Ég mætti klukkutíma fyrir sýningu og fékk fyrir vikið þetta fína sæti.
Það var uppselt og í Jazzhouse þýðir það troðfullt hús. Það var styttra á milli sætaraða en í Háskólabíói og ég sá fyrir mér í anda vandamálin sem kæmu upp ef eldur myndi kvikna. Til allrar hamingju gerðist það ekki, fyrir utan eldmóðin sem hljómsveitin kveikti. Ég sat við hliðina á norskum hjónum sem voru mjög líbó og spjölluðu helling við mig. Hann talaði ensku við mig en jánkaði öllu á Norsku, jooh! hrópaði hann þegar látlaust yes, jeh (á danska vísu) eða já hefði dugað.
Ég ræddi líka við annan náunga í biðröðinni á klósettið og eftir þetta úrtak get ég dregið þá ályktun að meðal Brad Mehldau áhorfandinn sé karlkyns, áhugapíanisti, milli tvítugs og fimmtugs.
Tónleikarnir sjálfir voru alveg hreint magnaðir. Brad er ótrúlega fær og lagavalið var skemmtilegt. Lék hann þá jafnt eigin lög sem annarra. Hann tók meira að segja eitt nýtt lag sem ekki hafði hlotið neinn titil ennþá. Ég held ég hafi aldrei verið á tónleikum þar sem ég hef heyrt jafn glæsilega leikið á píanóið. Brad býr yfir ótrúlegri tækni og hver einasta nóta hljómaði ótrúlega vel. En hann á ekki einn heiðurinn af frábærum tónleikum því með honum léku Larry Grenadier, á bassa, og Jeff Balmer, á trommur. Þeir voru báðir magnaðir og slæ ég því hér með á fast að þeir séu snillingar, hver á sitt hljóðfæri, þó svo ég sé ekki mikil sérfræðingur í trommu- eða bassaspili.
Tónleikarnir byrjuðu kortér í níu, áttu að byrja hálf en svona eru stjörnustælarnir í þessum gaukum. Á móti kom að þeir spiluðu eins og þeir ættu lífið að leysa, tóku þrjú uppklappslög og hvað eina. Ég leit ekki á klukkuna fyrr en ég stóð úti á götu fyrir utan Jazzhouse eftir tónleikana. Þá var hún fimm mínútur í miðnætti. Sýningin hafði verið rúmir þrír tímar (með hléi). Enda var orðið ansi sveitt þarna inni undir lokinn. Hvíta skyrtan, sem trommarinn var í var orðin gegnblaut. Sjálfur var ég kófsveittur, þó ég hafi bara setið. Sá eini í húsinu sem virtist ekki svitna var Brad. Hann sýndi ekki svipbrigði alla tónleikana, svellkaldur.
En hvað um það. Ég stóð úti á götu eftir tónleikana og horfði á úrið, fimm mínútur í tólf. Síðasta ferðin, sem vagninn minn fer, upp í Lyngby fór frá Nørreport klukkan þrjár mínútur yfir tólf. Með því að hlaupa hraðar en Michael Johnson dreymir um, vera mjög heppinn með neðanjarðarlestina og hlaupa síðan ennþá hraðar síðustu metrana þegar ég sá vagninn keyra af stað, berja og góla utan í akandi vagninn, tókst mér að fá far. Þetta sparaði mér töluvert vesen við heimförina. Ég hélt (og núna er ég ekki að grínast) að það myndi líða yfir mig í vagninum, ég hljóp svo hratt. Ég sat másandi og blásandi í vagninum eins og ég væri að kafna. En ég jafnaði mig þó og komst heim í heilu lagi.
Niðurstaða: Stórfínir tónleikar plús "holl" loftháð líkamsrækt plús náði vagninum jafngildir vel heppnað kvöld. Sáttur!
Það var uppselt og í Jazzhouse þýðir það troðfullt hús. Það var styttra á milli sætaraða en í Háskólabíói og ég sá fyrir mér í anda vandamálin sem kæmu upp ef eldur myndi kvikna. Til allrar hamingju gerðist það ekki, fyrir utan eldmóðin sem hljómsveitin kveikti. Ég sat við hliðina á norskum hjónum sem voru mjög líbó og spjölluðu helling við mig. Hann talaði ensku við mig en jánkaði öllu á Norsku, jooh! hrópaði hann þegar látlaust yes, jeh (á danska vísu) eða já hefði dugað.
Ég ræddi líka við annan náunga í biðröðinni á klósettið og eftir þetta úrtak get ég dregið þá ályktun að meðal Brad Mehldau áhorfandinn sé karlkyns, áhugapíanisti, milli tvítugs og fimmtugs.
Tónleikarnir sjálfir voru alveg hreint magnaðir. Brad er ótrúlega fær og lagavalið var skemmtilegt. Lék hann þá jafnt eigin lög sem annarra. Hann tók meira að segja eitt nýtt lag sem ekki hafði hlotið neinn titil ennþá. Ég held ég hafi aldrei verið á tónleikum þar sem ég hef heyrt jafn glæsilega leikið á píanóið. Brad býr yfir ótrúlegri tækni og hver einasta nóta hljómaði ótrúlega vel. En hann á ekki einn heiðurinn af frábærum tónleikum því með honum léku Larry Grenadier, á bassa, og Jeff Balmer, á trommur. Þeir voru báðir magnaðir og slæ ég því hér með á fast að þeir séu snillingar, hver á sitt hljóðfæri, þó svo ég sé ekki mikil sérfræðingur í trommu- eða bassaspili.
Tónleikarnir byrjuðu kortér í níu, áttu að byrja hálf en svona eru stjörnustælarnir í þessum gaukum. Á móti kom að þeir spiluðu eins og þeir ættu lífið að leysa, tóku þrjú uppklappslög og hvað eina. Ég leit ekki á klukkuna fyrr en ég stóð úti á götu fyrir utan Jazzhouse eftir tónleikana. Þá var hún fimm mínútur í miðnætti. Sýningin hafði verið rúmir þrír tímar (með hléi). Enda var orðið ansi sveitt þarna inni undir lokinn. Hvíta skyrtan, sem trommarinn var í var orðin gegnblaut. Sjálfur var ég kófsveittur, þó ég hafi bara setið. Sá eini í húsinu sem virtist ekki svitna var Brad. Hann sýndi ekki svipbrigði alla tónleikana, svellkaldur.
En hvað um það. Ég stóð úti á götu eftir tónleikana og horfði á úrið, fimm mínútur í tólf. Síðasta ferðin, sem vagninn minn fer, upp í Lyngby fór frá Nørreport klukkan þrjár mínútur yfir tólf. Með því að hlaupa hraðar en Michael Johnson dreymir um, vera mjög heppinn með neðanjarðarlestina og hlaupa síðan ennþá hraðar síðustu metrana þegar ég sá vagninn keyra af stað, berja og góla utan í akandi vagninn, tókst mér að fá far. Þetta sparaði mér töluvert vesen við heimförina. Ég hélt (og núna er ég ekki að grínast) að það myndi líða yfir mig í vagninum, ég hljóp svo hratt. Ég sat másandi og blásandi í vagninum eins og ég væri að kafna. En ég jafnaði mig þó og komst heim í heilu lagi.
Niðurstaða: Stórfínir tónleikar plús "holl" loftháð líkamsrækt plús náði vagninum jafngildir vel heppnað kvöld. Sáttur!
<< Til baka