12 september 2005

Tíðni og reglugerð

Ég varð vitni að merkilegum atburði í dag. Ég sat í fyrirlestri og tveimur sætaröðum fyrir framan mig sitja m.a. kínversk stelpa og danskur strákur. Þetta væri ekki frásögu færandi nema hvað að stelpan spyr skyndilega strákinn, "Excuse me, what is frequency". Jæja, hugsaði ég, ég er þó ekki einn um að hafa takmarkaðann orðaforða, en eftir að strákurinn hafði gert sitt besta við að reyna að útskýra hugtakið á sem einfaldastri ensku og stelpan búinn að kinka mikið kolli og jánka öllu spyr hún "What is regulation" (N.B. þetta er hagfræðitengdur kúrs þ.a. regulation þýðir hér reglugerð). Strákurinn tekur sér aftur góðann tíma til að útskýra þetta. Stelpan jánkar öllusaman og segist skilja, en spyr svo loks, "what is difference of frequency and regulation". Að mínu mati var þessi stelpa alveg úti á þekju. Enskukunnátta er mikið upp og ofan hjá alþjóðlegum nemendum hérna, en ég skil ekki hvernig þessi stelpa komst inn í skólann með þessa kunnáttu. Fyrir International námið hérna er gerð krafa um TOFEL prófið og að mínu mati reynir það nógu mikið á skilning og getu í ensku til að þetta eigi ekki að koma upp. Strákurinn gafst loks upp og benti stelpunni mjög kurteisislega á að slá þessu upp í orðabók.