Køkken Møde
Í gærkvöldi var fyrsti eldhúsfundurinn í eldhúsinu mínu (eldhúsi 100). Eldhúsfundir eru samkomur þar sem tekið er á málum sem þarf að taka á. Þar á meðal voru nýjir innflytjendur formlega boðnir velkomnir. Það kom í ljós að það voru alls konar siðir og venjur sem viðgangast við komu nýrra íbúa. Ég geri ráð fyrir að þessar venjur séu gamalgrónar, en ekki ákveðnar á eldhúsfundinum fyrir komu nýja fólksins. En þessar venjur voru m.a. að sá nýinnflutti átti að nafngreina alla hina sem nota eldhúsið og bjóða upp á umgang af öli. Síðan var tekið á hinum ýmsu málum, sem snéru m.a. að hreinlæti eldhússins og skorti á eldhúsmunum, og að lokum voru lesnar upp reglur eldhússins.
Ég, sem var eini aðilinn sem ekki hafði búið í Danmörku frá barnæsku, reyndi af veikum mætti að fylgjast með hinni leyfturhröðu dönsku. Það tókst, að ég held, að láta alla halda að ég skildi fundinn með því að brosa og kinka kolli í hvert sinn sem einhver horfði í áttina að mér.
Eftir fundinn var boðið upp á súkkulaðiköku sem var ágætt þar sem ég var kominn með krampa í andlitið og hálsríg af öllu bros- og kinka-kolls-ruglinu. því næst var farið niður í kjallarabarinn þar sem allt var á fullu. Þar var live tónlist og fólk í þrumustuði.
Barinn heitir Nakkeosten. Ég er ekki viss hvað það þýðir en ein stelpan sagði að ég yrði að spyrja e-n strákinn að því hvað það þýddi því hún vildi ekki segja það. Politikens Nudansk Ordbog segir auk þess ekki neitt um þetta. Kannski er best að láta þetta orð kyrrt liggja. Sem sagt orð dagsins er ekki nakkeost.
Ég kynntist þessum þremur einstaklingum sem vantaði upp á í eldhúsinu í gær. Af þeim heitir einn Bjarke. Bjarke þessi er mikill áhugamaður um málfræði (að því er virðist) og var mjög tilbúinn að gefa mér ábendingar um hvort tveggja framburð og málnotkun. Auk þess fór hann rækilega yfir reglur eldhússins skellihlæjandi því það var svo mikið af villum í þeim. T.d. stóð víst (þó svo ég hafi ekki skilið það) að þeir sem gegni stöðu viskustykkjaþvottamanna eigi EKKI að þvo viskustykkin. Einnig stóð að henda ætti öllum matarleifum og rusli í vaskinn en ekki úr vaskinum eins og ætla mætti.
Dagurinn í dag verður bara skipulags- og heimanámsdagur. Kannski fer ég í íþróttasalinn í kvöld. En það styttist óðum í hinn örlagaríka dag að ég þarf að þvo þvottinn minn í fyrsta skiptið. Ég geri ráð fyrir að point-erar frá Ástu, Ásdísi, ömmu og fleirum ásamt So You Wanna síðunni komi til með að bjarga mér. Annars eru nú aðeins þrír dagar þangað til að hljómborðið mitt kemur. Og ekki seinna vænna.
Segjum það þá. Orð dagsins er indflydelse sem þýðir áhrif.
Ég, sem var eini aðilinn sem ekki hafði búið í Danmörku frá barnæsku, reyndi af veikum mætti að fylgjast með hinni leyfturhröðu dönsku. Það tókst, að ég held, að láta alla halda að ég skildi fundinn með því að brosa og kinka kolli í hvert sinn sem einhver horfði í áttina að mér.
Eftir fundinn var boðið upp á súkkulaðiköku sem var ágætt þar sem ég var kominn með krampa í andlitið og hálsríg af öllu bros- og kinka-kolls-ruglinu. því næst var farið niður í kjallarabarinn þar sem allt var á fullu. Þar var live tónlist og fólk í þrumustuði.
Barinn heitir Nakkeosten. Ég er ekki viss hvað það þýðir en ein stelpan sagði að ég yrði að spyrja e-n strákinn að því hvað það þýddi því hún vildi ekki segja það. Politikens Nudansk Ordbog segir auk þess ekki neitt um þetta. Kannski er best að láta þetta orð kyrrt liggja. Sem sagt orð dagsins er ekki nakkeost.
Ég kynntist þessum þremur einstaklingum sem vantaði upp á í eldhúsinu í gær. Af þeim heitir einn Bjarke. Bjarke þessi er mikill áhugamaður um málfræði (að því er virðist) og var mjög tilbúinn að gefa mér ábendingar um hvort tveggja framburð og málnotkun. Auk þess fór hann rækilega yfir reglur eldhússins skellihlæjandi því það var svo mikið af villum í þeim. T.d. stóð víst (þó svo ég hafi ekki skilið það) að þeir sem gegni stöðu viskustykkjaþvottamanna eigi EKKI að þvo viskustykkin. Einnig stóð að henda ætti öllum matarleifum og rusli í vaskinn en ekki úr vaskinum eins og ætla mætti.
Dagurinn í dag verður bara skipulags- og heimanámsdagur. Kannski fer ég í íþróttasalinn í kvöld. En það styttist óðum í hinn örlagaríka dag að ég þarf að þvo þvottinn minn í fyrsta skiptið. Ég geri ráð fyrir að point-erar frá Ástu, Ásdísi, ömmu og fleirum ásamt So You Wanna síðunni komi til með að bjarga mér. Annars eru nú aðeins þrír dagar þangað til að hljómborðið mitt kemur. Og ekki seinna vænna.
Segjum það þá. Orð dagsins er indflydelse sem þýðir áhrif.
<< Til baka