12 september 2005

Staka

Ég fékk mjög skemmtilegt ímeil í gær. Það var frá strák, að nafni Hjörtur, sem ég hef ekki hitt í hátt í áratug. Hann bauð mér að ganga til liðs við kórinn Stöku, sem er íslenskur kór sem æfir í Jóns Húsi í Kaupmannahöfn. Ég var mjög feginn að fá slíkt tilboð, en það er mér með öllu óljóst hvernig hann komst að því að ég væri í Danmörku og ennfremur hvernig hann hafði upp á nýja E-mailinu mínu, sem ég hef ekki notað nema rétt tæpan mánuð.

NEMA ...

hann lesi þessa síðu. Sem mér finnst ólíklegt ... en ef það er rétt þá býð ég 6. lesanda minn hjartanlega velkominn. Má maður annars telja sjálfan sig með? Við skulum kalla hann lesanda númer 5 til 6 svo allt sé öruggt.