Ofbeldi og áreynsla
Þórir Hrafn, nokkur, Harðarson er byrjaður í námi við DTU hér í Danmörku og bjóðum við hann öll hjartanlega velkomin. Þórir gaf það mjög óbeint og óljóst í skyn að ég væri orðinn feitur og þreklaus og bæri því að kíkja í Tae Kwon Do tíma með honum til að komast aftur í form. Ég þáði boðið og fór í gær í prufutíma í Virum (sem liggur vestan við Lyngby). Þetta var mikil þrekraun og þjáning, og þar af leiðandi frábær íþrótt. Ég held ég reyni aðeins áfram og sé hvort mér takist að ná svarta beltinu áður en ég lík mastersverkefninu (og segi þar með meira um námsframvindu mína en íþrótta ástundun).
Ég var allur marinn og blár eftir fyrsta tímann, sem er fyndið fyrir þær sakir að 15 ára strákpési, sem hefur ekki vegið meira en 40 kíló, barði mig í klessu. Síðan í dag var ég með harðsperrur í öllum vöðvum líkamans sem enginn veit hvað heita og gat varla hreift mig. Svo mæti ég bara aftur á fimmtudaginn.
Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja til Tae Kwon Do þá gæti þessi hlekkur hjálpað ykkur:
http://www.youtube.com/watch?v=4UWJNGbRhJ0
Ég var allur marinn og blár eftir fyrsta tímann, sem er fyndið fyrir þær sakir að 15 ára strákpési, sem hefur ekki vegið meira en 40 kíló, barði mig í klessu. Síðan í dag var ég með harðsperrur í öllum vöðvum líkamans sem enginn veit hvað heita og gat varla hreift mig. Svo mæti ég bara aftur á fimmtudaginn.
Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja til Tae Kwon Do þá gæti þessi hlekkur hjálpað ykkur:
http://www.youtube.com/watch?v=4UWJNGbRhJ0
<< Til baka