Netvandamál
Ég hafði stillt vekjaraklukkuna á 9 í morgunn, en vaknaði klukkan 12. Ég kom samt furðu miklu í verk, þar á meðal bað kínverskur sameldhýsingur minn mig um að hjálpa sér með netvandamál, þ.e.a.s. hann komst ekki á internetið. Stýrikerfið var allt á kínversku og samt gat ég rakið þetta allt eftir minni. Þetta er bara til marks um það að ég nota Linux ekki nógu mikið.
Ég komst líka að því í dag að báðar stelpurnar sem búa við ganginn hérna eru að flytja í burtu. Það eru engar stelpur á næsta gangi við okkar og þar sem aðeins þrír gangar eru á hverri hæð er hæðin mín að verða ansi estrógensnauð.
Ég komst líka að því í dag að báðar stelpurnar sem búa við ganginn hérna eru að flytja í burtu. Það eru engar stelpur á næsta gangi við okkar og þar sem aðeins þrír gangar eru á hverri hæð er hæðin mín að verða ansi estrógensnauð.
<< Til baka