Jæja
Ooooohh, ég þarf að drattast út í búð! Það getur verið óttalega leiðinlegt að ganga út í matvöruverslun og til baka, þó svo að ferðin taki aðeins um tíu mínútur hvora leið. En svo áttaði ég mig á því að það er mánudagur. Margur líður af mánudags mæði, en ekki ég. Mánudagar hafa nefnilegan mjög bjartan hátind hérna á stúdentahælinu mínu, matklúbbinn. Ég eldaði fyrir hálfum mánuði síðan og er því laus allra mála. Núna þarf ég bara að mæta og borða. Þar af leiðandi þarf ég ekki að ganga út í búð og ekki að elda. Jahú! (lesið með vott af óstjórnanlegri gleði).
Annars er það aumingjaskapur að nenna ekki að trítla þennan spöl fram og til baka, einkum og sér í lagi þegar veðrið er svona gott. Já, hrímkaldur kuldaboli nístir ei lengur gegnum merg og bein, hitinn kominn upp í 7 gráður. Mesta hitabylgja í manna minnum. Annað eins hefur ekki mælst hjá veðurstofu Danmerkur síðan í Október 2005. Þó ekki sé tímabært að draga fram pilsið, eins og hún Ásdís gerir í hitabeltisloftslagi Suður-Frakklands, er þetta samt besta veður í heimi eftir danska veturinn.
Netheimurinn gleðst yfir þessum mánudegi, því ég ákvað að nota tímann sem hefði farið í búðarrápið í að skrifa þessa dagbókarfærslu og hef þar með auðgað annars fátæklega upplýsingaflóru netsins með þvaðri mínu. Ef það er full stórt til orða tekið, þá hef ég a.m.k. stolið frá þér tæpum tveimur mínútum.
Annars er það aumingjaskapur að nenna ekki að trítla þennan spöl fram og til baka, einkum og sér í lagi þegar veðrið er svona gott. Já, hrímkaldur kuldaboli nístir ei lengur gegnum merg og bein, hitinn kominn upp í 7 gráður. Mesta hitabylgja í manna minnum. Annað eins hefur ekki mælst hjá veðurstofu Danmerkur síðan í Október 2005. Þó ekki sé tímabært að draga fram pilsið, eins og hún Ásdís gerir í hitabeltisloftslagi Suður-Frakklands, er þetta samt besta veður í heimi eftir danska veturinn.
Netheimurinn gleðst yfir þessum mánudegi, því ég ákvað að nota tímann sem hefði farið í búðarrápið í að skrifa þessa dagbókarfærslu og hef þar með auðgað annars fátæklega upplýsingaflóru netsins með þvaðri mínu. Ef það er full stórt til orða tekið, þá hef ég a.m.k. stolið frá þér tæpum tveimur mínútum.
<< Til baka