18 nóvember 2006

Nóvemberbloggið

Það er óvart orðin venjan að blogga ca. einu sinni í mánuði. Þetta er því nóvemberbloggið mitt. Ég vil byrja á að taka fram að bloggleysi á þessari síðu er (a.m.k. að einhverju leiti) önnum að kenna og þykir mér því ósanngjarnt að mér sé líkt við kúk. Einnig vil ég benda Braga á að það er ekki eingöngu við mannfólkið sem kúkum heldur tíðkast það víða í dýraríkinu í hinni fjölbreyttustu mynd. Þetta er aðeins brot af mikilli visku sem ég aflaði mér í sveitinni á mínum uppvaxtarárum. Því mætti frekar kalla þetta úrgang.
Til að ítreka enn frekar muninn á mér og kúk vil ég benda á eftirfarandi:
  • Kúkur lyktar (að margra mati) verr en ég
  • Kúkur er hörundsdekkri en ég, eins og við er að búast þar sem hann nýtur meiri sólar og útiveru en ég
  • Þó innihaldslýsingin sé svipuð þá er innihald mettaðrar fitu meiri í mér
  • Meðal dagur í ævi kúks er viðburðaríkri en hjá mér
Ég ætlaði að láta fylgja myndir til frekari samanburðar á mér og kúk, en önnur myndin þótti of ósiðsamleg til birtingar á síðum bloggspot.com skv. reglum þeirra. Myndin af kúknum hefði sennilega líka farið fyrir brjóstið á sumum.
Í staðinn læt ég þetta hérna fylgja: