08 september 2006

Nú verða lesnar veðurfréttir

Ég vaknaði um miðja nótt við drunandi þrumur og eldingar. Það var samt ótrúleg kyrrð úti, algjört logn og rétt vottaði fyrir fíngerðu regni. Ef þrumurnar og eldingarnar hefðu ekki brotist fram inn á milli þá hefði veðrið veitt algjöra ró.
Í dag var svo skínandi fínt veður, sól og sumar. Að vísu blés aðeins inn á milli. Það er búið að spá fínu veðri um helgina og kominn tími til. Ég á það alveg inni eftir íslenska sumarveðrið 2006.
Ég þekki lítið spakmæli á þessa leið: "Ef þú hefur ekkert að segja, ekki segja neitt". Þar sem einu efnistök þessarar bloggfærslu eru seinbúnar veðurfréttir frá Lyngby þá hætti ég hér. Ég segi næst frá þegar ég hef eitthvað að segja.