04 september 2006

Aftur í Lyngby

Jæja, þá er ég kominn aftur til Danmerkur. Ég kom í gær með kvöldvél fullri af svíum. Tók á annan tíma að komast hingað upp í Lyngby, en hingað er ég kominn. Í morgunn þurfti ég að mæta klukkan hálf níu, vaknaði klukkutíma fyrr sem jafngildir hálf sex á Íslandi. Er þreyttur. Nenni ekki að blogga. Á eftir að elda og ryksuga. Nenni ekki að elda eða ryksuga. Best að drífa í því. Heimurinn bíður ekki eftir mér og ég hef helling að gera. Ég á líka eftir að pakka upp úr töskunni. Svangur. Elda núna. Kveðja Björn.