15 september 2005

Hópsamstarf

Ég er, eins og svo oft, að vinna í hópavinnu hérna við DTU. Í einum hópnum er ég m.a. að vinna með kínverskum strák sem heitir Ming. Hann er fínn náungi og alltaf tilbúinn að útskýra og fræða ef maður hefur spurningu um ríkið í miðið. Á morgunn á hópurinn að skila inn ákveðnu uppkasti og fyrir vikið fóru nokkrir klukkutímar í að ræða hvað ætti að vera í því. Síðan fékk ég það verkefni að setja þetta upp á tölvu (þar sem ég var hraðasti vélritarinn). Ég fylgdi eftir punktum fundarinns eftir bestu getu og setti svo inn á sameiginlegt skráarsvæði undir titlinum drafts. Því næst sendi ég póst til hinna hópmeðlimanna og bað þá að lesa yfir og koma með tillögur. Ming var ekki lengi að og kom með Second Draft. Þegar ég opnaði skjalið reyndist þetta vera gjörbreytt útgáfa. Það var ekki neitt af því sem var í upphaflega skjalinu, nema nöfnin á hópmeðlimum (en þau voru á öðrum stað). Mér fannst það svolítið fyndið. Hann leggur fram e-ð undir titlinum annað uppkast og gerir svo ráð fyrir að enginn fatti að það er breytt í hans þágu. Ég gerði nokkrar breytingar og athugasemdir. Ég ætla samt ekki að kvarta, mér fanst hans uppkast vera meira í samræmi við mitt áhugasvið. Það er bara spurning hvað hinir segja.