14 september 2005

Hagkvæmt og ... lélegt úrval

Ég fór í Netto, sem á að heita ódýrasta matvöruverslanakeðjan í Danmörku. Ég hef alltaf verslað mína matvöru þar. Verðin eru svo sem ekkert ótrúlega lág, en þau eru með því lægsta sem gerist hérna. Ef ég ætti að bera þetta saman við Bónus heima þá mætti segja að þetta sé nokkuð svipað nema að hér finnst mér úrvalið vera verra. Enn fremur fer það ótrúlega í taugarnar á mér að ef vara selst upp þá getur verið heillangur tími þangað til að hún kemur aftur. Þetta eru líka ekki bara fágætismunir sem vantar. Hlutir sem ég hef ætlað að kaupa en þurft að hverfa frá, vegna þess að þeir voru uppseldir, eru m.a. sojasósa, svartir ruslapokar, kanel, paprika, léttmjólk og laukur. Meira segja liðu tvær vikur án þess að ég fengi kanel. Ég veit að hann átti að vera til því það var tóm hilla með verðmerkingu á kanel í búðinni. Þ.a. Bónus hefur sigurinn í þessari keppni að mínu mati.