Ótrúlegir
Í gær fór ég í blíðskaparviðri niður í miðbæ Kaupmannahafnar til að hlusta á Jazz. Sólin skein í heiði. Það fannst mér skondið mjög að mesta rigningartíð í manna minnum hafi hafist á sama tíma og Hróarskelduhátíðin og stytt upp nánast á sömu mínútunni og síðasta hljómsveitin steig þar af stokki. En ég fór ekki á Hróarskeldu, ég ætla á Copenhagen Jazzfestival sem er nýhafin og veðrið er orðið ótrúlega gott. :)
Í gær fór ég á fyrstu tónleikana af fimm sem ég hef keypt mér miða á. Það voru níundaáratugsjálkarnir Gulu Jakkarnir (e. Yellow Jackets, reyndar má þýða Yellow Jackets sem vespurnar) sem léku fyrir pakkfullu húsi. Ég kom klukkutíma fyrir tónleikana og var þá mannmergðin sem beið þess að komast inn búin að stífla götuna. Löngu uppselt var á tónleikana. Ég var aftarlega í röðinni en tókst samt að næla mér í sæti á fremsta bekk, ónúmeruð sæti hafa sína kosti auk þess sem það getur borgað sig að vera einn á ferð. Danska ríkissjónvarpið var líka á svæðinu og tók upp tónleikana, en ég veit ekki hvenær þeir verða/voru sýndir.
Hljómsveitin var einu orði sagt ótrúleg. Þetta var tónlist í hæsta gæðaflokki. Lögin voru öll mjög lagræn og flest þeirra frekar flókin, en hljómsveitin spilar frekar hraða tónlist þó svo nokkrar hægari ballöður hafi flotið með. Hljómsveitin var skipuð saxafón, píanó, trommum og rafbassa og allir hljóðfæraleikararnir voru magnaðir. Ég hef ákveðið að láta upptöku frá youtube fylgja hér með. Fylgist einkum með bassaleikaranum hann spilar alveg rosalega (og þeir allir reyndar).
Yellow Jackets spila aftur í kvöld og það er sennilega uppselt, en ef einhver á miða eða getur reddað sér þá skal sá hinn sami ekki hika við að fara. Ef færið byðist myndi ég fara aftur. En í kvöld er ég að fara að hlusta á McCoy Tyner.
Í gær fór ég á fyrstu tónleikana af fimm sem ég hef keypt mér miða á. Það voru níundaáratugsjálkarnir Gulu Jakkarnir (e. Yellow Jackets, reyndar má þýða Yellow Jackets sem vespurnar) sem léku fyrir pakkfullu húsi. Ég kom klukkutíma fyrir tónleikana og var þá mannmergðin sem beið þess að komast inn búin að stífla götuna. Löngu uppselt var á tónleikana. Ég var aftarlega í röðinni en tókst samt að næla mér í sæti á fremsta bekk, ónúmeruð sæti hafa sína kosti auk þess sem það getur borgað sig að vera einn á ferð. Danska ríkissjónvarpið var líka á svæðinu og tók upp tónleikana, en ég veit ekki hvenær þeir verða/voru sýndir.
Hljómsveitin var einu orði sagt ótrúleg. Þetta var tónlist í hæsta gæðaflokki. Lögin voru öll mjög lagræn og flest þeirra frekar flókin, en hljómsveitin spilar frekar hraða tónlist þó svo nokkrar hægari ballöður hafi flotið með. Hljómsveitin var skipuð saxafón, píanó, trommum og rafbassa og allir hljóðfæraleikararnir voru magnaðir. Ég hef ákveðið að láta upptöku frá youtube fylgja hér með. Fylgist einkum með bassaleikaranum hann spilar alveg rosalega (og þeir allir reyndar).
Yellow Jackets spila aftur í kvöld og það er sennilega uppselt, en ef einhver á miða eða getur reddað sér þá skal sá hinn sami ekki hika við að fara. Ef færið byðist myndi ég fara aftur. En í kvöld er ég að fara að hlusta á McCoy Tyner.
<< Til baka