Hitabylgja?
Það er heitt í Danmörku þessa dagana, heiðskírt og hitinn nálægt 30 gráðum. Þar sem Danmörk er suðlægsta land Norðurlanda hef ég stundum notað uppnefnið "Spánn Norðurlanda", en núna er spurning um að fella niður Norðurlanda hlutann og kalla staðinn bara Spán. Þegar þetta er skrifað var hitinn 22°C í Madrid en 28°C hér úti í garði, hitinn fór í 31° í gær. Á nóttinni kólnar all verulega og hitatölur fara niður í 15-16 gráður. Fyrir vikið sef ég nú með opinn gluggann og eins og sönnum dana sæmir, ofan á sænginni (þó ekki undir dýnunni).
<< Til baka