Erfiðar æfingar
Ég skellti mér á TaeKwonDo æfingu enn einu sinni, en það er orðinn fastur liður hjá mér hvern mánu- og fimmtudag. Þórir var illa fyrir kallaður eftir gærkvöldið og lagði ekki í æfingu að þessu sinni. Ég ákvað að fara hjólandi, en æfingarnar eru í Virum, sem er næsti bær vestan við Lyngby. Ég komst að því að ég er helmingi fljótari að hjóla á æfinguna heldur en að taka strætó. Enn merkilegra, þá er ég fjórum sinnum fljótari að fara aftur heim á hjólinu, bæði vegna hagstæðs halla á heimleiðinni og vegna þess að tíðni almenningssamgöngufarartækja er lækkar þegar líður á kvöldið. Ekki má gleima að það kostar ekki neitt að hjóla (kostar 10 DKK í strætó) og auk þess þá er smá séns að ég komist í Græna-Klúbbinn hennar Ásdísar.
Þar sem ég var svona ótrúlega fljótur að hjóla á æfinguna þá mætti ég allt of snemma og gekk því í hringi í æfingarsalnum í hálftíma þangað til aðrir mættu.
Þegar þjálfarinn mætti tók hann fram að í dag væri Pizzuæfing. Af einhverri ástæðu sá ég fyrir mér að það þýddi einhverja samsuðu af masókistaæfingum, en raunin var önnur. Það var æfing í 1 tíma (venjuleg æfing er 2 tímar) og síðan var pizzuát í boði klúbbsins. Það kemur í ljós að fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er pizzuæfing.
Síðan var bara japlað á pizzu, spjallað og spilað í Play Station í c.a. klukkutíma og hjólað heim á leið.
Sáttur.
Þar sem ég var svona ótrúlega fljótur að hjóla á æfinguna þá mætti ég allt of snemma og gekk því í hringi í æfingarsalnum í hálftíma þangað til aðrir mættu.
Þegar þjálfarinn mætti tók hann fram að í dag væri Pizzuæfing. Af einhverri ástæðu sá ég fyrir mér að það þýddi einhverja samsuðu af masókistaæfingum, en raunin var önnur. Það var æfing í 1 tíma (venjuleg æfing er 2 tímar) og síðan var pizzuát í boði klúbbsins. Það kemur í ljós að fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er pizzuæfing.
Síðan var bara japlað á pizzu, spjallað og spilað í Play Station í c.a. klukkutíma og hjólað heim á leið.
Sáttur.