Forboðin og framandi lönd
Ég er kominn heim úr langferðalagi. Lang- forskeytið vitnar hér í vegalengd frekar en tímabil. En þannig var mál með vexti að ég ákvað að skella mér til Bandaríkja Norður-Ameríku, nánar tiltekið Kaliforníu. Flogið var frá Kaupmannahöfn til Lundúna og þaðan áfram til San Francisco. Við mér tók kuldi og rigning, en þannig hafði veðrið víst verið í 30 daga samfleitt áður en ég kom.
Bragi tók á móti mér á flugvellinum og við fórum til Stanford háskóla. Þar fékk ég mikla sýnisferð um allt háskólasvæðið og mér til mikillar furðu virtist Stanford bjóða upp á jafngóða (ef ekki betri) aðstöðu og Háskóli Íslands. En á móti kemur að nemendur Stanford þurfa að læra allt á útlensku. Ég lenti klukkan 13:00 að staðartíma og hafði þá verið vakandi í um 20 tíma (eftir aðeins 5 tíma svefn) en þetta var samt mjög skemmtilegt að sjá. Ég fór, skiljanlega, snemma í háttinn það kvöldið. Bragi hafði gerst svo höfðinglegur að bjóða mér gistingu.
Daginn eftir var haldið af stað inn til San Francisco og þegar þangað kom var engin rigning. Ég og Bragi röltum þarna upp og niður göturnar, fyrir þá örfáu sem ekki hafa enn komið til San Francisco þá er þetta alveg stórmerkilegt hvað göturnar halla mikið. Við skoðuðum miðbæinn og röltum meðal annars upp í Coyt Turn, þar sem ég tók myndirnar af skýjakljúfunum.
Um kvöldið komumst við að því að þarna hafði maður verið skotinn til bana aðeins nokkrum tímum áður en við komum þangað. Það voru samt engin ummerki um neitt, hvorki lögreglulínur né nokkuð annað. Svona lagaða eflaust svo hversdagslegt að ekki tekur því að eyða plastborðanum í þetta.
Þriðja daginn var hellidemba og lítið hægt að hafast við fyrir utan. Við Bragi skelltum okkur þá í bíltúr. Við keyrðu m.a. nokkra hringi um höfuðstöðvar Google. Sergey Brin og Larry Page var hvergi að sjá, sennilega hafa þeir haldið að þarna væru á ferð einhverjir gangsterar og ekki þorað út að heilsa. Þessu næst var ekið niður til San Jose og hún skoðuð bakvið örygga bílrúðunna. Enda var ekki hundi úti sigandi.
Fjórða daginn fór ég aftur til San Francisco, en Bragi þurfti að ganga frá öðrum málum. Þarna kom fyrst æðislegt veður. Hitastigið var a.m.k. 25 gráður og sólin skein í heiði. Ég setti mér það markmið að rölta yfir til Marin sýslu, en það er svæðið hinumegin Golden Gate brúarinnar. Þetta reyndist vera nokkuð lengra en ég hafði áttað mig á, en það gerði ekki mikið til því það var margt að sjá á leiðinni, auk þess sem veðrið var eins gott og raun bar vitni. Þetta kom mér þó í koll því ég bæði tognaði á il og fékk risa-blöðru af allri göngunni.
Daginn eftir gat ég varla gengið vegna sársauka, auk þess sem ég passaði varla í skóna mína fyrir blöðrunni, eða eins og frændi minn orðaði það var blaðran svo stór að ég hefði næstum getað gengið á vatni. En um morguninn haltraði ég af stað til að heimsækja frænda minn, Önund, og konuna hans, Hörpu, en þau búa ásamt börnum sínum í Berkeley. Þennan dag rigndi eins og steypibað, fyrir vikið fékk ég aðra sýnisferð úr bíl, að þessu sinni um Berkeley, þ.m.t. Háskólann í Berkeley. Bærinn er mjög huggulegur, en það er sýnilegur munur á aðstæðum þarna og í kringum Stanford, en Stanford er í, hinum svokallaða, Sílikon dal og þar er fólk betur stætt en í Berkeley og nágrenni. Til að þóknast veðrinu var farið í bíó um kvöldið. Ég fékk að smakka smjörpopp í fyrsta og (sennilega) síðasta skipti. Ég held ég prófi svoleiðis ekki aftur alveg á næstunni. Um kvöldið keypti ég svo miða til Burbank, en hugmyndin var að heimsækja hinn frænda minn sem býr í Bandaríkjunum.
Ég flaug snemma morguninn eftir frá Oakland til Burbank, en Burbank er norð-austan við Los Angeles. Ég lenti í 30 stiga hita og glampandi sóla á Bob Hope flugvellinum í Burbank. Með því að fljúga hafði ég sparað mér 10 tíma akstur og orðið $150 fátækari, miðað við að ég hefði tekið rútu. Los Angeles var að mínu mati, þvert á það sem margir hafa sagt, skemmtileg. Kannski ekki Los Angeles sjálf, en ferðalagið um Los Angeles og nágrenni var vel þess virði að heimsækja, fannst mér. Björn Sveinn, frændi minn og konan hans, Susan, tóku vel á móti mér og fékk ég að búa hjá þeim og fjölskyldu hennar, þ.e.a.s. tengdaforeldrum hans, í frábæru yfirlæti í sennilega einu fallegasta hverfi á þessu svæði, Santa Clarita. Í Los Angeles var allt skoðað frá Hollywood til Beverly Hills, Mullholland, Valencia, Santa Monica, Universal City og fleira, og fleira. Eitt sem maður varð mjög var við á L.A. svæðinu voru vegalengdirnar, ef maður vildi gera eitthvað varð maður að keyra töluvert, og þá var að öllu jöfnu ekið ótrúlega hratt eftir 6 akreina hraðbrautum. Ein akreinin var næstum því alltaf tóm því þar máttu aðeins þeir keyra sem ferðuðust fleiri en einn í bíl, en slíkt er afar fátítt á þessum slóðum. Myndin af mér á Santa Monica ströndinni í góðu skapi, vatnið sem sést þarna í bakgrunni er KYRRAHAFIÐ, já það er rétt, það er víst ekki bara Atlantshaf heldur líka annað haf. Það hefði samt mátt gabba mig því erfitt var að sjá muninn. Alltaf að læra eitthvað nýtt.
Eitt sem maður kynntist í Bandaríkjunum var neyslumenningin. Allir matarskammtar eru ótrúlega stórir. Þó svo ég sé alinn upp við það að ekki megi leifa mat þá var ekki um annað að velja í sumum tilfellum. Það er mjög auðvelt að borða yfir sig þegar svona vel er skammtað. Sérstaklega þar sem maturinn er oft góður. Ekki var hann hollur. Hérna er ein mynd af morgunmat sem ég fékk, þetta heldur mannir gangandi allan daginn (og langt fram í næstu viku held ég).
Að kvöldi áttunda dags flaug ég aftur til baka frá Bob Hope til Oakland. Það kvöldið gisti ég aftur hjá Önundi og co. Daginn eftir nýtti ég í ýmislegt, t.d. að versla og spila körfubolta. Um kvöldið var mér boðinn alvöru páskamatur og síðan á tónleika. Frænka mín, Elinborg Harpa, dóttir Önundar er að læra að spila á gítar og gítarkennarinn hennar hafði mælt með gítarleikara sem myndi spila í Oakland þetta kvöldið. Mæðgurnar ætluðu því saman og ég fékk að fljóta með. Það kom í ljós að þarna var enginn annar en John Scofield ásamt þremur, og spiluðu þeir rosalega tónleika. Ég er ekki viss með mæðgurnar, en ég var alveg í sjöunda himni.
Ég fór aftur heim á mánudagskvöldi. Ég misáætlaði tímann sem ég hafði síðasta daginn og lagði af stað frá Berkeley aðeins tveimur tímum fyrir brottför. Þá þurftum við að keyra á háannatíma (um 17) í gegnum bæði Oakland og San Francisco til að komast á SFO flugvöllinn. Það gekk ótrúlega vel og náðum við þangað á hálftíma, sem er heimsmet held ég miðað við hvað þarna geta myndast miklir umferðarhnútar á þessum tíma dags. Þegar ég kom á flugvöllinn voru næstum allri komnir inn fyrir öryggishliðið svo það tók mig aðeins um hálftíma að skrá inn farangurinn og fara í gegn um öryggishliðið. Ég hafði skrifað póstkort sem vantaði á frímerki og að setja í póstkassa. Ég spurði í búð um frímerki, en afgreiðslustúlkan sagði mér að ekki væri hægt að kaupa frímerki eða senda póstkort inni á öryggissvæðinu. Ég varð nokkuð spældur. Ég velti fyrir mér hvað væri best að gera. Datt í hug að borga einhverjum starfsmanni á flugvellinum til þess að senda póstkortin fyrir mig. Þá fékk ég fáránlega hugmynd, ég ákvað að fara út af öryggissvæðinu kaupa frímerki og setja í póstkassa, 10 mínútum áður en átti að opna hliðið. Ég var töluvert stressaður og hljóp því eins og brjálaður út. fann frímerkja sjálfsala reytti upp peningana og tróð seðlunum í vélina. Seðla sjálfssalar eru óþolandi þeir hafna peningunum alltaf nokkrum sinnum áður en þeir loks taka við þeim. Ég þurfti að kaupa 5 frímerki saman í pakka. Ég reif þau upp eins hratt og ég gat sleit þau í sundur og með leiftur hraða sleikti ég bakhliðina á hverju þeirra og klístraði á póstkortin. Síðan andaði ég léttar. Það voru enn 5 mínútur í að hliðið átti að opna. Ég tók upp póstkortin, en ég hafði lagt þau á bekk á meðan ég límdi frímerkin á þau. Mér til mikillar skelfingar duttu öll frímerkin af. Ég hafði ekki sleikt þau nógu vel eða e-ð. Ég sleikti hvert þeirra svo mikið að það draup af þeim ýtti þeim á af öllum lífs og sálar kröftum, en til einskis. Nú íhugaði ég alvarlega að fara til baka og sleppa þessum póstkortum, ég þurfti að fara aftur í gegnum öryggistékk og allt. Ég bara gat ekki sætt mig við þetta svo ég hljóp að sjálfssalanum aftur og setti meiri pening í, frímerkin hlutu að vera gölluð. Það kom út annað búnt af frímerkjum. Ég endurtók leikinn, en til einskis. Ég var alveg að missa mig. Á sjálfsalanum stóð að frímerkin voru "self adhesive" og allt !!!!!! Þá sá ég allt í einu að þetta voru ekki sleiki-frímerki, heldur voru þetta límmiðar. Ég reif af bakhliðina klístraði þeim á póstkortin hljóp eins og fætur toguðu út úr flugstöðinni (þar var eini póstkassinn í grenndinni). Aftur inn, í gegnum öryggistékkið, og náði inn í vél. Síðan flaug ég heim og sit núna grátandi yfir öllum verkefnunum sem ég hefði getað klárað í páskafríinu. Köttur úti í mýri, setti upp-á sig stýri, úti er ævintýri.
Bragi tók á móti mér á flugvellinum og við fórum til Stanford háskóla. Þar fékk ég mikla sýnisferð um allt háskólasvæðið og mér til mikillar furðu virtist Stanford bjóða upp á jafngóða (ef ekki betri) aðstöðu og Háskóli Íslands. En á móti kemur að nemendur Stanford þurfa að læra allt á útlensku. Ég lenti klukkan 13:00 að staðartíma og hafði þá verið vakandi í um 20 tíma (eftir aðeins 5 tíma svefn) en þetta var samt mjög skemmtilegt að sjá. Ég fór, skiljanlega, snemma í háttinn það kvöldið. Bragi hafði gerst svo höfðinglegur að bjóða mér gistingu.
Daginn eftir var haldið af stað inn til San Francisco og þegar þangað kom var engin rigning. Ég og Bragi röltum þarna upp og niður göturnar, fyrir þá örfáu sem ekki hafa enn komið til San Francisco þá er þetta alveg stórmerkilegt hvað göturnar halla mikið. Við skoðuðum miðbæinn og röltum meðal annars upp í Coyt Turn, þar sem ég tók myndirnar af skýjakljúfunum.
Um kvöldið komumst við að því að þarna hafði maður verið skotinn til bana aðeins nokkrum tímum áður en við komum þangað. Það voru samt engin ummerki um neitt, hvorki lögreglulínur né nokkuð annað. Svona lagaða eflaust svo hversdagslegt að ekki tekur því að eyða plastborðanum í þetta.
Þriðja daginn var hellidemba og lítið hægt að hafast við fyrir utan. Við Bragi skelltum okkur þá í bíltúr. Við keyrðu m.a. nokkra hringi um höfuðstöðvar Google. Sergey Brin og Larry Page var hvergi að sjá, sennilega hafa þeir haldið að þarna væru á ferð einhverjir gangsterar og ekki þorað út að heilsa. Þessu næst var ekið niður til San Jose og hún skoðuð bakvið örygga bílrúðunna. Enda var ekki hundi úti sigandi.
Fjórða daginn fór ég aftur til San Francisco, en Bragi þurfti að ganga frá öðrum málum. Þarna kom fyrst æðislegt veður. Hitastigið var a.m.k. 25 gráður og sólin skein í heiði. Ég setti mér það markmið að rölta yfir til Marin sýslu, en það er svæðið hinumegin Golden Gate brúarinnar. Þetta reyndist vera nokkuð lengra en ég hafði áttað mig á, en það gerði ekki mikið til því það var margt að sjá á leiðinni, auk þess sem veðrið var eins gott og raun bar vitni. Þetta kom mér þó í koll því ég bæði tognaði á il og fékk risa-blöðru af allri göngunni.
Daginn eftir gat ég varla gengið vegna sársauka, auk þess sem ég passaði varla í skóna mína fyrir blöðrunni, eða eins og frændi minn orðaði það var blaðran svo stór að ég hefði næstum getað gengið á vatni. En um morguninn haltraði ég af stað til að heimsækja frænda minn, Önund, og konuna hans, Hörpu, en þau búa ásamt börnum sínum í Berkeley. Þennan dag rigndi eins og steypibað, fyrir vikið fékk ég aðra sýnisferð úr bíl, að þessu sinni um Berkeley, þ.m.t. Háskólann í Berkeley. Bærinn er mjög huggulegur, en það er sýnilegur munur á aðstæðum þarna og í kringum Stanford, en Stanford er í, hinum svokallaða, Sílikon dal og þar er fólk betur stætt en í Berkeley og nágrenni. Til að þóknast veðrinu var farið í bíó um kvöldið. Ég fékk að smakka smjörpopp í fyrsta og (sennilega) síðasta skipti. Ég held ég prófi svoleiðis ekki aftur alveg á næstunni. Um kvöldið keypti ég svo miða til Burbank, en hugmyndin var að heimsækja hinn frænda minn sem býr í Bandaríkjunum.
Ég flaug snemma morguninn eftir frá Oakland til Burbank, en Burbank er norð-austan við Los Angeles. Ég lenti í 30 stiga hita og glampandi sóla á Bob Hope flugvellinum í Burbank. Með því að fljúga hafði ég sparað mér 10 tíma akstur og orðið $150 fátækari, miðað við að ég hefði tekið rútu. Los Angeles var að mínu mati, þvert á það sem margir hafa sagt, skemmtileg. Kannski ekki Los Angeles sjálf, en ferðalagið um Los Angeles og nágrenni var vel þess virði að heimsækja, fannst mér. Björn Sveinn, frændi minn og konan hans, Susan, tóku vel á móti mér og fékk ég að búa hjá þeim og fjölskyldu hennar, þ.e.a.s. tengdaforeldrum hans, í frábæru yfirlæti í sennilega einu fallegasta hverfi á þessu svæði, Santa Clarita. Í Los Angeles var allt skoðað frá Hollywood til Beverly Hills, Mullholland, Valencia, Santa Monica, Universal City og fleira, og fleira. Eitt sem maður varð mjög var við á L.A. svæðinu voru vegalengdirnar, ef maður vildi gera eitthvað varð maður að keyra töluvert, og þá var að öllu jöfnu ekið ótrúlega hratt eftir 6 akreina hraðbrautum. Ein akreinin var næstum því alltaf tóm því þar máttu aðeins þeir keyra sem ferðuðust fleiri en einn í bíl, en slíkt er afar fátítt á þessum slóðum. Myndin af mér á Santa Monica ströndinni í góðu skapi, vatnið sem sést þarna í bakgrunni er KYRRAHAFIÐ, já það er rétt, það er víst ekki bara Atlantshaf heldur líka annað haf. Það hefði samt mátt gabba mig því erfitt var að sjá muninn. Alltaf að læra eitthvað nýtt.
Eitt sem maður kynntist í Bandaríkjunum var neyslumenningin. Allir matarskammtar eru ótrúlega stórir. Þó svo ég sé alinn upp við það að ekki megi leifa mat þá var ekki um annað að velja í sumum tilfellum. Það er mjög auðvelt að borða yfir sig þegar svona vel er skammtað. Sérstaklega þar sem maturinn er oft góður. Ekki var hann hollur. Hérna er ein mynd af morgunmat sem ég fékk, þetta heldur mannir gangandi allan daginn (og langt fram í næstu viku held ég).
Að kvöldi áttunda dags flaug ég aftur til baka frá Bob Hope til Oakland. Það kvöldið gisti ég aftur hjá Önundi og co. Daginn eftir nýtti ég í ýmislegt, t.d. að versla og spila körfubolta. Um kvöldið var mér boðinn alvöru páskamatur og síðan á tónleika. Frænka mín, Elinborg Harpa, dóttir Önundar er að læra að spila á gítar og gítarkennarinn hennar hafði mælt með gítarleikara sem myndi spila í Oakland þetta kvöldið. Mæðgurnar ætluðu því saman og ég fékk að fljóta með. Það kom í ljós að þarna var enginn annar en John Scofield ásamt þremur, og spiluðu þeir rosalega tónleika. Ég er ekki viss með mæðgurnar, en ég var alveg í sjöunda himni.
Ég fór aftur heim á mánudagskvöldi. Ég misáætlaði tímann sem ég hafði síðasta daginn og lagði af stað frá Berkeley aðeins tveimur tímum fyrir brottför. Þá þurftum við að keyra á háannatíma (um 17) í gegnum bæði Oakland og San Francisco til að komast á SFO flugvöllinn. Það gekk ótrúlega vel og náðum við þangað á hálftíma, sem er heimsmet held ég miðað við hvað þarna geta myndast miklir umferðarhnútar á þessum tíma dags. Þegar ég kom á flugvöllinn voru næstum allri komnir inn fyrir öryggishliðið svo það tók mig aðeins um hálftíma að skrá inn farangurinn og fara í gegn um öryggishliðið. Ég hafði skrifað póstkort sem vantaði á frímerki og að setja í póstkassa. Ég spurði í búð um frímerki, en afgreiðslustúlkan sagði mér að ekki væri hægt að kaupa frímerki eða senda póstkort inni á öryggissvæðinu. Ég varð nokkuð spældur. Ég velti fyrir mér hvað væri best að gera. Datt í hug að borga einhverjum starfsmanni á flugvellinum til þess að senda póstkortin fyrir mig. Þá fékk ég fáránlega hugmynd, ég ákvað að fara út af öryggissvæðinu kaupa frímerki og setja í póstkassa, 10 mínútum áður en átti að opna hliðið. Ég var töluvert stressaður og hljóp því eins og brjálaður út. fann frímerkja sjálfsala reytti upp peningana og tróð seðlunum í vélina. Seðla sjálfssalar eru óþolandi þeir hafna peningunum alltaf nokkrum sinnum áður en þeir loks taka við þeim. Ég þurfti að kaupa 5 frímerki saman í pakka. Ég reif þau upp eins hratt og ég gat sleit þau í sundur og með leiftur hraða sleikti ég bakhliðina á hverju þeirra og klístraði á póstkortin. Síðan andaði ég léttar. Það voru enn 5 mínútur í að hliðið átti að opna. Ég tók upp póstkortin, en ég hafði lagt þau á bekk á meðan ég límdi frímerkin á þau. Mér til mikillar skelfingar duttu öll frímerkin af. Ég hafði ekki sleikt þau nógu vel eða e-ð. Ég sleikti hvert þeirra svo mikið að það draup af þeim ýtti þeim á af öllum lífs og sálar kröftum, en til einskis. Nú íhugaði ég alvarlega að fara til baka og sleppa þessum póstkortum, ég þurfti að fara aftur í gegnum öryggistékk og allt. Ég bara gat ekki sætt mig við þetta svo ég hljóp að sjálfssalanum aftur og setti meiri pening í, frímerkin hlutu að vera gölluð. Það kom út annað búnt af frímerkjum. Ég endurtók leikinn, en til einskis. Ég var alveg að missa mig. Á sjálfsalanum stóð að frímerkin voru "self adhesive" og allt !!!!!! Þá sá ég allt í einu að þetta voru ekki sleiki-frímerki, heldur voru þetta límmiðar. Ég reif af bakhliðina klístraði þeim á póstkortin hljóp eins og fætur toguðu út úr flugstöðinni (þar var eini póstkassinn í grenndinni). Aftur inn, í gegnum öryggistékkið, og náði inn í vél. Síðan flaug ég heim og sit núna grátandi yfir öllum verkefnunum sem ég hefði getað klárað í páskafríinu. Köttur úti í mýri, setti upp-á sig stýri, úti er ævintýri.