27 maí 2006

Gambit

Þriðja kvikmyndin um X fólkið er að floppa þessa dagana í kvikmyndahúsum um víða veröld. Ég var að lesa mér til um eina persónuna, sem komst víst ekki í myndina. Sú kallast Gambit og hefur þann magnaða eiginleika að geta breytt stöðuorku hluta í skriðorku ..... ég geri það í hvert einasta skipti sem ég missi eitthvað á jörðina. Þessi skrípablaða höfundar eru ekki að leggja sig alla fram að mínu mati.