03 desember 2005

Jólatónleikar

Föstudaginn 9. desember klukkan 20:00 heldur kórinn Staka jólatónleika sína í Skt. Paulskirkju. Aðgangseyrir er 40 krónur.

Á dagskrá tónleikanna eru lög eftir m.a. Britten, la Cour, Eccert, Báru Grímsdóttur, Harald V. Sveinbjörnsson og Karólínu Eiríksdóttur.

Að tónleikum loknum verður boðið upp á julegløgg og pebernødder í Jónshúsi.