17 september 2005

Powered by Kingston

Þau ykkar sem halda því fram að bloggið mitt í dag sé eitt af þeim kröftugri hingað til eru sennilega að njóta ávaxtar aukins vinnsluminnis sem ég setti í tölvuna mína. Já, gamli skrjóðurinn fylltist gjörsamlega af lífi við að fá nokkur auka megabæt. Núna get ég hæglega keyrt fleiri en tvö forrit í einu. Núna eru t.d. Word, Skype, iTunes og Firefox í gangi og samt er allur þessi aukakraftur eftir í tölvunni til að skila þessu mjög svo magnaða bloggi. Já ... einhvern daginn, þegar þið eigið nógu mikinn pening, þá getið þið líka fjárfest í aukaminni og prófað hvernig það er að hafa 256 MB eins og ég.