21 september 2005

Klappaður á svið

Það er gaman að koma aftur úr ferðalagi og sjá að beðið er eftir heimspekilegu innleggi mínu í annars hversdagslega tilveru. Ha? Varstu í ferðalagi? Já það var ég. Ég og vondi Björn (sem er m.a. ábyrgur fyrir síðustu færslu). Áttum saman kvöldverð á föstudaginn og síðan fór ég í þessa líka frábæru ferð. Það var æðislegur staður sem heitir Hvergiland. Þar sem ég barðist við vonda sjóræningja og bjargaði fallegum indjánaprinsessum úr klóm þeirra.
Síðan þegar ég kom aftur, seint í gærkvöldi, komst ég að því að vondi Björn hafði verið óheppnari en ég í máltíðinni áðurnefndu. Greyið hafði fengið einhverskonar matareitrun og búið inni á klósetti síðan á föstudaginn með illt í maganum og víðar. Það er líka bara mátulegt á hann fyrir að vera svona vondur.
En þið getið tekið gleði ykkar á ný því núna verður væntanlega ekki frekari töf á blogfærslum mínum, þar sem það eru ekki fleiri ferðalög á dagskrá alveg á næstunni. Nema Krókur kafteinn geri vart við sig á ný í Hvergilandi og ég verði kallaður út.