01 september 2005

Bloggað eins og vindurinn

Jæja. Núna loksins ætti öll tölvuvitleysan að vera úr sögunni. Ég er kominn með nettengingu inn á herbergið til mín og get núna bloggað úr minni eigin tölvu á mínum eigin tíma. Hvað hefur nú gerst síðan síðast? .... Hmmm .... Ég er byrjaður að elda sjálfur (Váááááááá...) Meðal rétta sem ég hef framreitt eru Chili con Carne, steiktur Þorskur og ekta danskar fríkadellur, sem ég N.B. bjó til frá grunni, ekki þessar ógeðslegu tilbúna pakkadellur sem sauðsvartur almúginn borðar. Auk þessa er ég hagsýnn og versla í Netto (Netto er danska og er útskýrð í Politikens Nudansk Ordbog sem: lágverðsmatvöruverslun í anda Bónus). Ég hef verið duglegur að hjóla og duglegur að kanna Lyngby og nágrenni. Ekki viljandi. Ég hafði komist að því að það var önnur Netto verslun, sögð nær en sú sem ég versla í venjulega. Ég fann hana á netinu og hjólaði af stað. Ég tók ranga beygju einhversstaðar og var kominn inn í skóg. Hjólaði framhjá e-u vatni og yfir lestarteina og kom út einhversstaðar í Gentofte eða guð-veit-hvar. Það eitt er víst að það sem átti að vera korterstúr út í búð varð hjólreiðaferð upp á hálfan annan tíma. Ég ákvað að versla bara í Netto versluninni sem ég ratað í og úr.
Ég þráast við og nota bara dönsku. Ég er farinn að finna fyrir miklum tjáningarerfiðleikum sökum takmarkaðs orðaforða, en fólk er furðu þolinmótt. Meira að segja gjaldkerinn í bankanum tók sér tíma aflögu til að útskýra fyrir mér hvernig skal beðið um að taka út pening.
Björn: Goddag jeg skal tage penge ut af mitt konto.
Gjaldkeri: Ja, selvfølgelig.
Hún bíður í smá stund ... og segir svo kommer du fra Island?
Ég svara því játandi.
Det er bedre hvis du siger, Jeg skal have penge fra min konto.
Síðan var farið yfir framburðinn nokkrum sinnum áður en ég fékk svo peningana. Þ.a. alltaf læri ég eitthvað nýtt. Skólinn er byrjaður á fullu og ég er þegar farinn að kynnast nýju fólki. Dönum hér á kollegíinu og þversniði af öllum heiminum í tímum (að dönum undanskildum).
Á morgunn er hugmyndin að taka lestina yfir til Lundar og hitta hóp af krökkum sem voru með mér í verkfræðinni heima. Það verður frábært. Ég er ekki viss hversu margir verða þar en það verður spennandi að sjá. Hugmyndin er (held ég) að grilla og kíkja svo hugsanlega niður í bæ. Seinna verður svo hittingur í Köben.
Ég veit ekki alveg hvað ég ætti að segja meira, veðrið er frábært og ég er kominn með einstaklega fína verkamannabrúnku, hvítan bol und alles. En semsagt ég er að hugsa um að skrifa ekki neitt í vi...